Við erum Dagmar María Hrólfsdóttir , og Sveinn Magni Jensson. Dagga er uppalin í Sandgerði en Sveinn í Garðinum.

Við fluttum hingað árið 2011 ásamt 3 börnum okkar.

Við höfum búið í Danmörku í nokkur ár og ferðast mikið um á meðan við bjuggum þar. Ferðalög eru eitt af áhugamálum okkar og vonumst við til að geta veitt þeim sem gista hjá okkur ánægjulega dvöl.